• Keila

  Keiluhöllin í Egilshöll er einn glæsilegasti keilusalur í Evrópu, og þó víðar væri leitað. Boðið er upp á 22 keilubrautir af fullkomnustu gerð. Hvort sem þú ert að koma í keilu með vinunum eða með alla fjölskylduna þá er Keiluhöllin í Egilshöll staðurinn fyrir þig. 

  Eftir kl.22:00 á föstudögum og laugardögum er 18 ára aldurstakmark í keilu. Einstaklingar undir 18 ára þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.

  Lesa meira

 • Afmæli

  Hjá okkur er gaman að eiga afmæli. Afmælisbörn á öllum aldri njóta dagsins umvafin vinum og fjölskyldu. Sendu póst á keiluhollin@keiluhollin.is eða fylltu út formið hér á vefsíðunni og fáðu tilboð fyrir afmælishópinn.

  Lesa meiraPanta

   

 • Sportbarinn

  Sportbar á að hafa sál og hjarta. Þangað kemur venjulegt fólk og deilir ástríðu og tilfinningum. Við erum með þrjú risatjöld og tugi sjónvarpsskjáa – Boltatilboð af mat og drykk yfir öllum leikjum. Sjáðu leikinn sem skiptir þig máli - með fólki eins og þér.
  Dagskráin er á Facebook síðunni okkar:

  www.facebook.com/keiluhollinegilsholl

  20 ára aldurstakmark er á sportbar. Þeir sem drekka undir 20 ára aldri verður vísað úr húsi án endurgjalds vegna vörukaupa.

  Lesa meiraDagskráin

 • Shake & Pizza

  Shake&Pizza er eins og nafnið gefur til kynna veitingastaður sem sérhæfir sig í pizzum og shake-um. Og við erum að tala einstakt úrval mjólkurhristinga sem ögra öllum viðmiðum og útpældar og vandaðar pizzur úr hágæðahráefni. Þú verður að smakka.

  Lesa meirashakepizza.is

   

 • Píla og kariókí

  Píla

  Á Sportbarnum í Keiluhöllinni er nú komin frábær píluaðstaða! Nýjustu og bestu uppfærslur af gagnvirkum píluspjöldum sem telja stigin fyrir leikmenn! Hægt að velja um fjöldan allan af skemmtilegum gagnvirkum píluleikjum

  Lesa meira

  Kariókí

  Við elskum karókí og höfum því opnað eitt glæsilegasta karókíherbergi landsins sem rúmar allt að 40 manns

  Lesa meira