Afmæli

Barna-afmælispakkinn

Fyllið út formið hér að neðan til þess að leggja inn pöntun um braut. Brautarpöntun er ekki staðfest fyrr en að starfsmaður Keiluhallarinnar hefur sent staðfestingarpóst þess efnis. Hjá okkur er gaman að eiga afmæli. Afmælisbörn á aldrinum 5-11 ára njóta dagsins umvafin vinum og fjölskyldu. Sendu póst á keiluhollin@keiluhollin.is eða fylltu út formið hér á vefsíðunni og fáðu tilboð fyrir afmælishópinn. Pöntun eftir kl. 16.00 verður svarað daginn eftir. Sé pantað eftir kl. 16.00 á föstudegi, mun svar berast á mánudegi.

PantaBoðskort 

 

Afmæliskeila

Gott að vita:

 • Barnaafmæli miðast við börn frá 5 ára – 11 ára.
 • Það er 10 barna lágmark sem þýðir að borgað er fyrir fjölda barna sem mæta en þó aldrei fyrir færri en 10 börn.
 • Afmælið stendur yfir í 90 mínútur ef pöntuð er kaka. Annars u.þ.b. 70min.
 • Boða skal gesti 20 mínútur fyrir bókaðan tíma.
 • Við sjáum um allan borðbúnað; diska, glös, servíettur og hnífapör.
 • Við getum pantað afmælisköku frá Tertugallerí Myllunnar og haft hana klára þegar þið mætið (gildir virka daga).
 • Ekki má fara á útiskóm niður í gryfjuna (leiksvæðið) og passa þarf upp á að ekki komi bleyta undir keiluskóna.

Afmælispakkinn

 • Keila í 55 mínútur
 • Stigahæsti spilarinn fær glaðning.
 • Afmælispizzahlaðborð og gos.
 • Hálf 12" pizza og glas af gosi á hvert barn.
 • Íspinni frá Emmessís fyrir alla gestina í kveðjugjöf.
 • Afmælisbarnið fær glaðning.
 • Verð á barn: 3.499 kr.
 • Pantanir í síma: 511-5300 milli kl. 09.00 – 16.00 alla virka daga.

Ferlið

 • Mæting hjá afmælisbarni 20 mínútum fyrir boðað afmæli.
 • Í móttökunni er tekið á móti afmælisbarninu, skráningarblöð eru afhent og aðstaðan er kynnt.
 • Kökum er komið fyrir á þar til gerða staði.
 • Afmælisbarnið tekur á móti gestum í sameign Egilshallar við móttökusófa.
 • Nöfn afmælisgesta er skrifað niður á skráningarblöðin og skilað inní móttöku.
 • Gestir fara á keilubrautir og pizzaveislan er borin fram á brautir. 
 • Eftir keiluleikinn er kakan borin fram, verðlaunaafhending fer fram og afmælissöngurinn sunginn.
 • Pakkar jafnvel opnaðir og gestir leystir út með glaðningi.
 • Forráðamenn gesta sækja börnin 70-90 mínútum eftir að afmæli byrjar.
 • Góða skemmtun!